La manga - lúxusíbúðir 159.00 , 950 Spánn - Annað
21.465.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
91 m2
21.465.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2020
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

DOMUSNOVA kynnir í sölu glæsilegar lúxus íbúðir við sjóinn hjá La Manga. Um er að ræða nýtt byggingarverkefni með stórkostlegt útsýni yfir "La Manga Mar Menor" og stóru sameiginlegu útisvæði fyrir ýmsa afþreyingu. Hægt er að velja úr 130 íbúðum af hinum ýmsu stærðum, allt frá jarðhæð upp í þakíbúðir, en allar íbúðirnar eru annarsvegar með tveimur svefnherbergjum eða þremur svefnherbergjum og ávallt með tveimur baðherbergjum. Vandað hefur við hönnun hverrar íbúðar svo hún mæti öllum nútíma kröfum og einnig er hægt að hafa áhrif á endanlega hönnun ef keypt er tímanlega í ferlinu. Hér er um að ræða alveg einstakt tækifæri til að eiga fasteign á Spáni á virkilega sérstökum stað við sjóinn. Verð frá 159.000 € - 298.000 €.

Staðsetning:
La Manga er sumstaðar ekki nema 100 metra breið strandlengja en verður mest 1,5 km á breidd með sjóinn sitthvoru megin við sig og lokar af Menor hafið frá Miðjarðarhafinu. Stundum kölluð paradís milli hafanna tveggja. Þarna eru margir skólar sem kenna silgingar og fjórar hafnir. Þarna hafa margir bátar farist í sögunni sem gerir þetta að mjög spennandi stað fyrir kafara að skoða fornar minjar. Einnig er þarna golfskóli og golfvöllur. Matargerðin og menningin er alveg einstök þar sem megin hráefnið er að sjálfsögðu sjávarfang í bland við hrísgrjón og hið ýmsa góðgæti.

VERÐ FRÁ 159.000 €
Tegund: Fjölbýli
Bær: La Manga
Svefnherbergi: 2-3
Baðherbergi: 2
Byggingarár: 2020
Stærð: 91 - 161 fm.
Verönd: 12 - 83 fm.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR FYRIR KAUPENDUR

Nánari atriði varðandi eignina:
•Tvöfallt gler (Double-glazed windows)
•Rafknúin gluggatjöld (Motorized blinds)
•Útbúið eldhús (Fitted kitchen)
•Útbúin baðherbergi (Fitted bathroom)
•Dyrasími með myndavél (Video entry-phone)
•Bílastæði í bílageymslu (Garage)

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SENDA SKILALÝSINGU FRÁ BYGGINGARAÐAILA

Nágrenni:
Strandsvæði og köfunarstaðir.
Gönguleiðir
Þrír 18 holu golfvellir
Náttúruverndarsvæði
Köfunarskólar

Allar upplýsingar varðandi eignirnar veitir:
Aðalsteinn Bjarnason s. 773-3532 [email protected] - Verkefnisstjóri / Aðstoðarmaður fasteignasala
Skrifstofa Domusnova s. 527-1717 [email protected]

***   Athugið að kaupverðið er reiknað miðað við að 1 evra sé 135 kr. ***
**    Það bætist við kaupverð 10% spænskur söluskattur af kaupverði eignarinnar og svo er gott að miða við c.a 3,5% í annan kostnað **

*     Möguleiki er á allt að 70% fjármögnun frá Spænskum bönkum. *

DOMUSNOVA mun bjóða fólki sem fer í skoðunarferðir til Spánar, fyrir allt að tvo aðila, endurgreiðslu þar sem kostnaður er síðan dreginn frá kaupverði fasteignarinnar upp að 150.000 kr.. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef áhugi er fyrir hendi til þess að fara til Spánar og skoða eitthvað af þeim fjölmörgu eignum sem við höfum upp á að bjóða.  

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.