Punta prima vista azul 213 og 214 , 950 Spánn - Annað
Tilboð
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
0 herb.
0 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2020
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

***TVÆR ÍBÚÐIR Í HLUTAFÉLAGI * AUÐVELD KAUP***EIGNASKIPTI MÖGULEG***

 Tvær íbúðir hlið við hlið í þessum kjarna í Punta Prima, frábær kostur fyrir stórar fjölskyldur eða vinahópa**  Báðar íbúðirnar eru nýlegar með  mjög vönduðum húsgögnum og öðrum búnaði.  Verð íbúða miðast við EUR250.000.- pr íbúð eða samanlagt EUR500.000 fyrir báðar íbúðirnar í sér félagi.
Íbúðirnar eru á annari hæð með góðum suður svölum í glænýjum íbúðarkjarna Vista Azul í Punta Prima hverfinu og er mjög vel búin.  Stór sameiginlegur sundlaugargarður er inná milli húsanna með útisundlaug, innisundlaug sem er yfirbyggð og upphituð, nuddpotti, sauna, leiksvæði fyrir börnin og líkamsræktar tækjum. Hverfið er mjög rólegt og gott, fjölmargir veitingastaðir, matvöruverslun og skemtilegar kínabúðir eru í 5 mín. göngufæri og ca. 4 mín akstur á ströndina, á markað og í La Zenia verslunarmiðstöðina.  Einnig eru margir golfvellir stutt frá hverfinu eins og Campoamor, Villamartin, Las Colinas og Las Ramblas. Aðgangur að bílageymslu með einkastæði fyrir bílaleigubílinn fylgir með íbúðinni. Miðbær Torrevieja er síðan í ca. 10 mín. aksturfjarlægð frá og þar er frábært mannlíf alla daga, markaður á föstudögum, Tívolí og vatnagarðurinn Aquopolis.
Eldhús, stofa og borðstofa
Komið er inn í opið rými með fallegri stofu sem einnig er borðstofa og opið inn í eldhúsið.  Í stofunni er góður sófi sem einnig er svefnsófi, Smart TV með fjölmörgum sjónvarpsstöðvum m.a. RÚV, loftkæling og fallegt borðstofuborð með stólum. Frá stofunni er gengið út á góðar svalir með borði, stólum, gasgrilli og flottu útsýni yfir garðinn.
Eldhúsið er bjart og vel búið með ísskáp með frystihólfi, uppþvottavél, örbylgjuofni, kaffivél, handþeytara,  brauðrist, hraðsuðukatli og öllum helstu áhöldum til matargerðar.
Svefnherbergin eru tvö
Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum og einnig er svefnsófi í stofunni,  gistirými er því fyrir 4-6 gesti.
Hjónherbergið er með hjónarúmi og góðum fataskápum, innaf hjónaherberginu er rúmgott baðherbergi með sturtuklefa. Frá hjónaherbergi er einnig hægt að ganga út á svalirnar.
Gestaherbergið er með 2 einstaklingsrúmum sem einnig má færa saman og góðum fataskápum. Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu, nýjum rúmum og einnig eru sængur til að nota á vorin og haustin. Barnaferðarúm og mataratóll er til staðar fyrir 0-2ja ára.
Baðherbergin eru tvö
Tvö falleg baðherbergi eru í íbúðinni, annað er innaf hjónaherbergi. Þau eru bæði rúmgóð með salerni, vaski, sturtu og innréttingu.
Baðhandklæði fylgja fyrir gesti og einnig er hárblásari.  Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með niður í garðinn og á ströndina.
Svalir og sundlaugargarður með leikvelli, innisundlaug og sauna
Gengið er út úr stofunni á fallegar svalir með útsýni yfir sundlaugargarðinn.  Frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta.  Í sameign Vista Azul sem er inná milli húsanna í lokuðum og læstum garði og aðeins gestir hafa aðgang að er frábær aðstaða fyrir alla aldurshópa.  Stór útisundlaug, upphituð og yfirbyggð innisundlaug, sturtur, nuddpottur, sauna, líkamsræktartæki, leiksvæði fyrir börn og Petanque völlur.  Garðurinn er einstaklega fallegur og mjög fjölskylduvænn. Sólbekkir eru til staðar í íbúðinni sem gestir geta tekið niður í garðinn.

Verð hvorrar íbúðar fyrir sig er EUR 250.000,-
Eigandi er tilbúinn að skoða skipti á íbúð á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]
Agnar Agnarsson löggiltur fasteignasali / s.8201002 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.