Njálsgata 64 , 101 Reykjavík (Miðbær)
59.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
5 herb.
89 m2
59.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1927
Brunabótamat
33.000.000
Fasteignamat
48.700.000

Domusnova fasteignasala kynnir bjarta og fallega nýuppgerða 4 - 5 herbergja íbúð á annarri hæð við Njálsgötu 64, 101 Reykjavík. Húsið er reisulegt og flott og stendur á horni Barónstígs og Njálsgötu á frábærum stað í miðbænum. Örstutt er í alla þjónustu, verslun, veitingastaði, skóla, leikskóla og Sundlaug Reykjavíkur.

Um er að ræða skemmtilega skipulagða 89 m2 íbúð með 3-4 svefnherbergjum og tveimur stofum og að auki er gott rými sem hægt er að nýta sem vinnuherbergi / skrifstofu. Íbúðin er nýuppgerð að mestu leyti að innan og þá er búið að endurnýja rafmagn íbúðar og skólplagnir. Íbúðin er laus strax við kaupsamning.
                                            
Nánari lýsing:

Forstofa: Komið inn í forstofu þar sem er hol fyrir fatahengi, parket á gólfi. 
Baðherberbergi: Baðherbergi með sturtuklefa, upphengt salerni, flísar á veggjum og gólfi.Handklæðaofn. Tengi fyrir þvottavél á baðherbergi.
Eldhús / stofa: Fallegt eldhús með nýrri innréttingu opið rými við stofu. Stórir gluggar í alrými sem gerir rýmið bjart.
Svefnherbergi: 3-4 svefnherbergi eru í íbúðinni. Parket á öllum gólfum.
Stofa: Gott herbergi sem er hægt að nýta t.d. sem sjónvarpsstofu eða svefnherbergi, parket á gólfi og fallegur gluggi. 

Nánari upplýsingar veita:
Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali / lögmaður í símas 699 4407 eða á netfangið [email protected]
Skrifstofa Domusnova fasteignassölu í síma 527-1717  eða á netfangið [email protected]a.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.