Nauthólar 24 , 800 Selfoss
89.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
228 m2
89.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
79.850.000
Fasteignamat
67.050.000

Guðný Guðmundsdóttir lögg. fasteignasali og Domusnova fasteignasala kynna í einkasölu glæsilegt steinsteypt um 230 fermetra einbýlishús með allt að þriggja metra lofthæð, í botni á lokaðri götu staðsett í hinu vinsæla Hólahverfi á Selfossi með óhindruðu útsýni til suðurs út á engi og lengra þar sem er líflegt fuglalíf og hestar eru á beit, svo eitthvað sé nefnt. Skyggðar rúður í gólfsíðum gluggum, hljóðkerfi með innfelldum hátölurum í loftum alrýmis. Bæði baðherbergin hafa verið endurnýjuð og nýleg tæki í eldhúsi. 230 fermetrarnir skiptast í  191 fm íbúðarrými og 36 fm bílskúr. Gólfhiti með stýringu í hverju rými. Góður sólpallur með sjólgirðingu, fjórum útgöngum. Heitur pottur og sérlega glæsilegur garður með fjölbreyttum gróðri. Yfirbyggður skjólsæll inngangur. Stutt ganga í Sunnulækjaskóla.

Guðný Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali / s.821 6610 / [email protected] veitir nánari upplýsingar um eignina

 
Eldhús er opið við stofur með stórri eyju, hvítri háglans innréttingu, steini á borðbekkjum, nýlegum sjálfhreinsandi bakaraofini, nýrri viftu og 90 sm spanhelluborði. Útsýnisglugga við vask.
Forstofa er stór með góðum fataskápum upp í loft, inngangur á salerni. 
Gestasalerni er inn af forstofunni, nýlega búið að flísaleggja það og endurnýja tæki og innréttingu með steini á borðplötu.
Borðstofa og sjónvarpsstofa eru opnar við eldhúsið, gólfsíður útsýnisgluggi ásam stórum glugga með rennihurð út á sólpallinn frá borðstofunni.         
Stofan er mjög rúmgóð og eru tvö þrep með lýsingu niður í hana frá holi og borðstofunni. Stór gólfsíður gluggi út á veröndina með stórri útgangsrennihurð. 
Hjónaherbergi er inn af stofu með gólfsíðum glugga og rennihurð út á sólpallinn. Farið í gegn um fataherbergi inn á stórt baðherbergið.
Baðherbergi hefur verið nýlega flísalagt með ljósum flísum, ný hvít baðtæki og innrétting með borðsteini. Baðkar og stór afstúkaður sturtuklefi, handklæðaofn og útgangur á þann hluta sólpallar þar sem heitur pottur er staðsettur. 
Herbergisgangur er með inngangi einnig á stóra baðherbergið. Síður gluggi í enda herbergisgangs. Tenging einnig inn í stofuna og þvottaherbergið. 
Herbergin tvö eru mjög rúmgóð um 13 fermetrar, fataskápar í þeim báðum.
Þvottaherbergi er með stóri innréttingu, vélar í ákjósanlegri vinnuhæð með þvottaskúffum undir og skápum fyrir ofan. Gott borðpláss með vaski í. Útgangur í garðinn og inn í bílskúrinn. 
Gólfefni, innihurðar og innréttingar. Gegnheild parket á herbergisgólfum og flísar á öðrum rýmum. Ljósar hurðar með liggjandi panel. Rennihurðar á milli flestra rýma. Innréttingar eru ljósar eða hvítar.

Bílskúr er innbyggður með gluggum, hliðar inngangshurð, sjálfvirkum hurðaopnara á innkeyrsluhurð,  flísum á gólfi, vaski, vinnuborðum og innangengur um þvottaherbergi.
Húsið er steypt, einangrað að utan með steypu og ljósum kvarssteini. Þak með steyptri plötu, einagrað ofanfrá, protan dúk sem fergist með möl og hellum.  Yfirbyggður víður inngangurinn er steyptur með einu þrepi og hellulagður frá götu.  Hús sílanborið að utan fyrir um einu ári síðan.   
Garður er sélega fallegur og vel hirtur með grasflötum, hellum og grárri möl, fjölbreyttum trjágróðri, blómum og matjurtakerum. Mjög vel vilðhaldinn garður.  


Nánari upplýsingar veita:
Guðný Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali / s.821 6610 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.