Stararimi 63 , 112 Reykjavík (Grafarvogur)
128.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
8 herb.
277 m2
128.000.000
Stofur
3
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1995
Brunabótamat
84.450.000
Fasteignamat
89.550.000

Domusnova fasteignasala og Aðalsteinn Bjarnason lgf. kynna í sölu stórt og myndarlegt fjölskylduhús á besta stað í rimahverfi Grafarvogs. Aðal íbúðarrými er 5-6 herbergja og alls 185,8 m2 og bílskúrinn er 57,6 m2 að stærð utan bílagryfjunnar. Húsið er skráð 243 m2 samkvæmt fasteignaskrá, en að því viðbættu er c.a 35 m2 fullbúin íbúð með sérinngangi í óskráðu rými undir bílskúrnum. Nýtanlegir fermetrar eru því mun fleiri en skráning segir til um í fasteignaskrá og fasteignamatið er eftir því. - Virkilega skemmtilegt hús sem vert er að skoða.

*** BÓKIÐ SKOÐUN MEÐ AÐ SMELLA HÉR **


Húsið er á tveimur hæðum og gengið er inn um aðalinngang á efri hæðinni sem skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu með miklu úsýni yfir Reykjavík og Faxaflóann og útgengi á stórar hornsvalir sem snúa til suðurs og vesturs með stiga niður á pall. Einnig er svefnherbergi og salerni með sturtu á efri hæð ásamt því að innangengt er úr forstofu í stóran tvöfaldan bílskúr ásamt þvottahúsi. Á neðri hæðinni er komið í rúmgott alrými með sjónvarpsholi og útgengi á verönd og garð. Inn af alrými er svo hjónaherbergi, baðherbergi með sturtu og baði ásamt tveimur öðrum svefnherbergjum og geymslurými. Undir bílskúr er íbúðarherbergi með sérinngangi aftan við hús og þar er stofa ásamt nettum eldhúskrók, baðherbergi með sturtu og sér svefnherbergi, en einnig þvottaaðstaða og möguleiki á sérbílastæði framan við húsið. Bílskúrinn er stór og tvöfaldur með tveimur bílskúrshurðum en undir honum er að hluta bílagryfja og geymslurými  Framan við bílskúr og aðalinngang er hellulagt plan með snjóbræðslu. Lóðin í kring um húsið og garðurinn allur er vel um hirtur og er hellulögn nánast allt í kring um húsið. Timburverönd með heitum potti er við suðvesturhorn hússins. Fallegt hús í vinsælu hverfi í Grafarvogi og á sérlega góðum stað við Gufunesið með óheftu útsýni yfir Reykjavík og Faxaflóann.

Viltu vita hvað þú átt? FRITTFASTEIGNAVERDMAT.IS

Nánari lýsing og skipting efri hæðar:
Forstofa: Með físum á gólfi og fataskáp sem nær upp í loft. Innangengt í bílskúr og þvottahús.
Skáli / Gangur: Opinn gangur eða skáli sem tengir öll vistarrými á efri hæðinni. Viðarparket á gólfi.
Eldhús: Rúmgott og bjart með glugga á tvo vegu. Vönduð klassísk viðarinnrétting með nægu skápaplássi. Eldunarofn í vinnuhæð ásamt helluborði og gufugleypi. Viðarparket á gólfi.
Alrými: Stórt og bjart með stórum gluggum í suðvestur horni efri hæðar. Fallegt eldstæði með arinn. Mikið útsýni. Tvö útgengi á svalir við sitt hvorn endann. Viðarparket á gólfi.
Svefnherbergi II: Rúmgott eða rúmlega 11m2 að stærð með glugga út í garð með útsýni. Fataskápur og viðarparket á gólfi.
Salerni: Gestasalerni er með vaski, skáp, handklæðaofn og sturtu með hengi.
Þvottaherbergi: Í horni bílskúrs með hurð og glugga. Gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara.
Svalir: Stórar L-laga svalir sem snúa til suðurs og vesturs. Vandað handrið úr aluzink á öllum svölum ásamt stiga niður á verönd.
Bílskúr: Stór tvöfaldur bílskúr með gluggum út í garð og tveimur bílskúrshurðum. Bílagryfja undir bílskúr að framanverðu með geymslu sem eru alls c.a 20m2 og ekki skráð í heildarfermetra. 
Bílaplan: Hellulagt bílaplan með snjóbræðslu sem rúmar þrjá bíla og tjaldvagn.

** ATH - Fasteignamat 2022 verður 97.900.000 kr. **

Nánari lýsing og skipting neðri hæðar:
Skál / Gangur: Komið er niður stiga í opið rými sem tengir allar vistarverur á neðri hæð. 
Sjónvarpshol: Gott hol sem auðveldlega mætti stúka af sem herbergi. Gluggi með opnanlegu fagi og hurð með gleri sem opnast út í garð.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi eða um 14m2 að stærð með vönduðum stórum og loftháum fataskáp ásamt skúffum. Dúkur á gólfi.
Baðherbergi: Með vandaðri viðarinnréttingu og skápum ásamt vaski og stórum spegli með lýsingu. Upphengt salerni, handklæðaofn, baðkar og sér sturtuklefi. Flísar á gólfi og hátt upp á veggi.
Svefnherbergi III: Um 9m2 að stærð með hornglugga og vönduðum fataskáp. Dúkur á gólfi.
Svefnherbergi IV: Rúmlega 11m2 að stærð með góðum glugga út í garð og vönduðum fataskáp. Dúkur á gólfi.
Geymsla: Við hliðina á stiga með hvítri hurð. Um 5m2 að stærð.
Verönd: Aftan hús og við hlið hússins er hellulögð verönd en við suð-vestur horn hússins er  rúmgóð timburverönd með skjólveggjum og heitum potti.
Garður: Garðurinn er allur fallegur og vel hirtur með góðum grasbala og ýmsum gróðri sem blómstrar á sumrin.

Íbúðarherbergi: Undir bílskúr með sérinngangi aftan við hús. Stofa með harðparketi á gólfi og glugga út í garð. Baðherbergi með salerni,vaskaskáp, veggskáp með spegli og sturtu. Eldhúskrókur með nettri innréttingu, helluborði og vaski. Svefnherbergi inn af gangi er gluggalaust en með loftræstingu. Þvottaaðstaða á forstofugangi og nettri innréttingu með borðblötu, vaski, veggskápum og gert er ráð fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Mögulegt væri að hafa sérbílastæði fyrir íbúa/leigjanda fyrir framan við húsið. 

Um ytra birgði hússins:
Klæðningin á efri hæðinni er viðhaldslétt og heitir Marmoroc steinklæðning sem situr á aluzink lektum. Gluggar hurðar eru úr tré með viðarvörn og eru allir lágréttir gluggalistar úr aluzink ásamt því að rammi er í kring um glugga og hurðir á efri hæð ú aluzink með innbrenndum lit.. Klæðning á þaki er úr stáli með innbrenndum lit. 

ATH. - Teikningar eru aðeins til að sýna núverandi skipulag en eru ekki nákvæmar teikningar af húsinu.

*** BÓKIÐ SKOÐUN MEÐ AÐ SMELLA HÉR **

Nánari upplýsingar um eignina veitir:
Aðalsteinn Bjarnason       S. 773-3532    [email protected] - Löggiltur Fasteignasali

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar, almennt á bilinu kr. 50.000 - 75.000.  Nánar um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu kr. 67.900. 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.