Hamar B5 , 621 Dalvík
55.900.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
196 m2
55.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2004
Brunabótamat
69.860.000
Fasteignamat
43.250.000

Domusnova og Árni Helga fasteignasali hafa fengið í sölu mjög fallegt heilsárshús í frístundabyggð í grennd við Dalvík
Vel byggt og vandað heilsárshús 171,6 fm. ásamt 25 fm. geymslu/vinnustofu skv. Þjóðskrá á frábærum útsýnisstað rétt við Dalvík. Hluti hússins var byggður 2004-5 en hluti 2010-11 og þá var eldhúsið endurnýjað ásamt þvottahúsi og öllum gólfefnum. 


Komið er inní forstofu og gengið til stofu á hægri hönd en eldhúss á vinstri hönd. Baðherbergi er á vinstri höndi á leið til stofu og hjónaherbergi á hægri hönd. Ef farið er í átt að eldhúsi er stuttur gangur til vinstri og baðherbergi þar á hægri hönd og uppgangur í svefnloft/ris á vinstri hönd en tvö rúmgóð herbergi við enda gangsins. Hægt er að ganga útá pallinn á mörgum stöðum en hann er stór og skjólsæll, snýr mót suðri. Heitavansskel er á pallinum og raftenglar við pallinna á fleiri en einum stað. Hiti er í bílaplani sem er mjög stórt. Ljósleiðari er fyrir hendi og er hiti í gólfum í húsinu. Í gluggum er sólvarnargler. Vinnustofa og geymsluskúr eru austan við húsið.


Stofan er björt og stór með mikilli lofthæð  og innfelldri lýsingu. Parket er á gólfi.
Hjónaherbergi er stórt, parket á gólfi og góðum fataskáp.
Herbergi eru tvö til viðbótar á neðri hæðinni. Þar er parket á gólfum og fataskápur í báðum. 
Baðherbergi nær stofu er með flísum á gólfi og veggjum að mestu, þar er góð sturta innmúruð blöndunartæki hvít innrétting og útganga út á verönd. 
Eldhúsið er rúmgott með hvítri sprautulakkaðri innréttingu með granít borðplötu og er góður borðkrókur. Útgengt er á pallinn úr eldhúsi. 
Rúmgott svefnloft er yfir hluta hússins, þar er parket á gólfi og útsýni úr því stórfenglegt.
Baðherbergi er einnig til hægri á herbergjagangi og eru þar flísar á gólfi og veggjum að mestu. Ágæt sturta, handklæðaofn og innrétting.  Útgengt á pall.
Forstofa er með flísum. 
Gangur milli eldhúss og stofu er með flísar á gólfi. Þvottaherbergið er með innréttingu fyrir vélar í vinnuhæð. Þar er granít borðplötu og flísar á gólfi.
Vinnustofa er austan við húsið og er það með hita og vatni og er hún mjög rúmgóð.
Lítil köld geymsla er sunnan vinnustofu og er hún ekki í skráðri fermetratölu.

Nánari upplýsingar veita:
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.