Laugarásvegur 1 , 104 Reykjavík (Vogar)
74.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
107 m2
74.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1959
Brunabótamat
36.300.000
Fasteignamat
52.350.000

***DOMUSNOVA FASTEIGNASALA KYNNIR - LAUGARÁSVEG 1. ***
** Stórglæsileg og björt 3ja herbergja endaíbúð á 2.hæð. Aðeins tvær íbúðir á hæð. **
** Útsýni, fataherbergi, gestasnyrting, stórar L-laga svalir í suður og vestur. ** 

*Íbúðin er skv þjóðskrá skráð samtals 107,6m2. Íbúðin 97,8m2 ásamt geymslu í kjallara 9,8m2*

Vegna Covid, vinsamlegast bókið komu á opið hús á [email protected] eða s.698-2127. Vinsamlegast mætið með grímur meðferðis.
--Eignin verður ekki sýnd né seld fyrir opna húsið.--

Lýsing eignar:
Anddyri:
Komið inn í forstofu þar sem búið er að sérsmíða góða skápa alla leið upp í loft. Innfelld lýsing í lofti.
Gestasnyrting: Inn af forstofunni er flísalögð smekkleg gestasnyrting með upphengdu salerni.
Herbergi: Inn af forstofunni er minna svefnherbergið. Þar er tvöfaldur fataskápur og innfelld lýsing í lofti og útsýni til vesturs.
Hjónasvíta: Mjög rúmgott herbergi með innfelldri lýsingu í lofti. Gott fataherbergi og gengið inn á baðherbergi frá þessu herbergi.
Baðherbergi: Innangengt úr hjónaherbergi. Baðherbergið er allt smekklega flísalagt með fallegri innréttingu, handklæðaofni, upphengdu salerni og walk-in sturtuklefa. Gluggi er á baðherberginu.
Eldhús/Borðstofa: Eldhúsið er með fallegri svartri háglans eldhúsinnréttingu og stórri eyju. Til hliðar við eldhúsið er góður borðstofukrókur og þar er útgengt út á stórar L-laga svalir. Útsýni til vesturs.
Stofa: Stofan og eldhúsið liggja saman í opnu rými. Innfelld lýsing í lofti. Stórir gluggar með útsýni til vesturs og útgengt út á svalirnar einnig frá stofu.
Þvottahús: Þvottahús innan íbúðar er með góðri innréttingu og stæði í innréttingu í vinnuhæð fyrir þvottavél og þurrkara.
Svalir: Stórar L-laga svalir sem snúa til vesturs og suðurs. Gengið út á svalir frá annars vegar borðstofukrók og svo stofu einnig.
Geymsla: Í sameign er sér geymsla. 
Gólfefni: Fallegt parket á gólfum og flísar á baðherbergi og gestasnyrtingu ásamt þvottahúsi. 

Nánari upplýsingar veita:
Andri Hrafn Agnarsson aðstoðarmaður fasteignasala í löggildingarnámi. / [email protected] / s.698-2127
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]
Haukur Halldórsson, löggiltur fasteignasali / s.695-9990 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.