Holtás 6 , 210 Garðabær
220.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á pöllum
6 herb.
242 m2
220.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2002
Brunabótamat
0
Fasteignamat
124.800.000

Domusnova og Ingunn Björg kynna í  einkasölu einstaklega glæsilegt og vandað einbýlishús á fallegum útsýnisstað í Ásahverfinu í Garðabæ. Húsið er teiknað af Baldri Svavarssyni arkitekt. Eldhús og aðalbaðherbergi hafa nýlega verið endurgerð af Bryndísi Evu Jónsdóttur innanhúsarkitekt.  Í húsinu er mikil lofthæð, gólfhiti og vönduð lýsing. Skjólgóður og einkar fallegur garður og lóð, hannað af Þránni Haukssyni landslagsarkitekt. Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 242,6 fm auk þess er ca 90 fm óskráð rými, samtals fm 332,6. 

Vinsamlega bókið skoðun á [email protected] eða í síma 856 3566. 


Eignin skiptist á eftirfarandi hátt: 
Neðri hæð: Forstofa, fataherbergi, baðherbergi, barnaherbergi, bílskúr, geymsla ásamt óskráðu rými sem er ca 90 fm að stærð.
Efri Hæð: Sjónvarpsrými með útgengi út á verönd sem snýr til suðurs, barnaherbergi, þvottahús með útgengi út í garð sem snýr til austurs, baðherbergi, hjónaherbergi, vinnuherbergi. Gengið upp nokkrar tröppur í opið rými sem samanstendur af stofu, borðsstofu og eldhúsi. Útgengi er úr borðsstofu út á svalir sem snúa til vesturs og úr stofu er útgengi á svalir sem snúa til suðvesturs, með tröppum niður í garð. Glæsilegt útsýni, gluggar á þrjá vegu.

Nánari lýsing eignar:
Neðri hæð: 
Forstofa: 
Nýlegar flísar á gófli, innangengt í glæsilegt fataherbergi með rennihurð, skápum, hengi og hillum. Þaðan er innangengt í geymslu.
Baðherbergi: Flísalagt gólf og veggir að hluta. Efri skápar, sturta, upphengt salerni. 
Barnaherbergi: Gegnheilt olíuborið eikarparket á gólfi. Rúmgóður fataskápur. 
Bílskúr: Mög rúmgóður og snyrtilegur 30,6 fm með góðum hirslum. Flísalagt gólf. Útgengi í garð.
Óskráð rými: Stærð ca 90 fm. 
Gengið upp fallegan stiga með gengheilu olíubornu parketi upp á efri hæð hússins.
Efri hæð: 
Sjónvarpsrými: Gólf er flísalagt að hluta og með gegnheilu olíubornu eikarparketi að hluta. Sérsmíðuð eikarinnrétting undir sjónvarpi., rennihurð. Útgengi á verönd sem snýr til suðurs. Gluggar á tvo vegu. 
Barnaherbergi: Gólf er flísalagt að hluta og með gegnheilu olíubornu eikarparketi að hluta. Rúmgóður fataskápur. Gluggar á tvo vegu. 
Þvottahús: Rúmgóð og fín innrétting með vaski. Flísalagt gólf. Útgengi í garð sem snýr til austurs.Til eru teikningar af potti á þessu svæði frá landslagsarkitekt hússins. 
Baðherbergi: Nýlega endurgert að mestu. Rúmgóð og glæsileg innrétting frá Eirvík, Mocca eik, granítborðplata, baðkar, sturta, flísalagt gólf og veggir. 
Hjónaherbergi: Rúmgott, gegnheilt oliuborið parket, rúmgóðir fataskápar. 
Vinnuherbergi: Falleg eikarinnrétting, gegnheilt oliuborið parket, rennihurð. Gluggar á tvo vegu. 
Eldhús: Glæsilegt eldhús með nýlegri innréttingu frá Eirvík. Efri skápar eru sprautulakkaðir í mildum fallegum gráum lit, neðri skápar úr Mocca eik. Tækjaskápur. Mjög rúmgóð eyja með fallegum granítplötum á borði og hliðum.Tæki í eldhúsi eru frá Miele, háfur, 80 sm span helluborð, ofn í vinnuhæð. Flísar á gólfi. 
Stofa/ borðsstofa: Rúmgóð og glæsileg stofa ásamt borðsstofu.  Fallegur arinn, glæsilegt útsýni til suðurs og vestur m.a. yfir Álftaneshraunið, til Bessastaða og Snæfellsjökulls. Nýlegt eikarparket á gólfi.Úr borðsstofu er útgengi á rúmgóðar svalir sem snúa til vesturs og úr stofu er útgengi á rúmgóðar svalir til sem snúa til suðvesturs. Tröppur liggja niður í garð frá þessum svölum. 
Gólfhiti er í öllu húsinu. 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.