DOMUSNOVA fasteignasala og Aðalsteinn Bjarnason lgf. kynna í sölu fallega 3 herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sérmerktu bílastæði ásamt afgirtum garði með óheftu útsýni við Laufengi 104 í Reykjavík. Birt heildarstærð fasteignar skv. fasteignaskrá HMS er 86,00 m2 ásamt 4,30 m2 geymslu í sameign. Íbúðin er alls 81,30 m2 og skiptist í forstofu, eldhús. stofu og borðstofu, hjónaherbergi, barnaherbergi og rúmgott baðherbergi með þvottaaðstöðu. Falleg og vel skipulögð eign á frábærum stað í Engjahverfinu í Grafarvogi þar sem stutt er í grunnskóla, leikskóla og fjölbreytt íþróttastarf, ásamt ýmislegri afþreyingu auk vinsælla göngu og hjólaleiða um hverfið og náttúruna í kring.* * * SMELLIÐ HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN * * *Nánari lýsing og skipting eignar:Forstofa: Sérinngangur í forstofu með fatahengi og skáp. Flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi. Nýlegur fataskápur og rennihurðum með speglum. Plastparket á gólfi.
Herbergi #2: Rúmgott herbergi með fataskáp. Plastparket á gólfi.
Baðherbergi: Mikið endurnýjað (2020). Nýleg innrétting með vaski og stórum spegli. Vegghengt salerni. Flísar á gólfi. Baðkar með sturtu. Ráð gert fyrir þvottaaðstöðu inn á baði og tengi er fyrir þvottavél og þurrkara.
Eldhús: Upprunaleg en ágæt innrétting með hvítum skápa og skúffu framhliðum. Eldavél, helluborð og gufugleypir. Flísar á gólfi og milli efri og neðri skápa. Fínn borðkrókur fremst í eldhúsi. Flísar á gólfi.
Stofa: Rúmgóð stofa sem rúmar vel setustofu og borðstofu. Plastparket á gólfi. Útgengi á verönd og afgirtan garð.
Verönd / sérafnotareitur: Íbúðinni fylgir stór og afgirtur sérafnotareitur og við stofu er ágæt verönd sem nær aðeins út fyrir húsið.
Þvottaaðstaða: Inn á baðherbergi er gert ráð fyrir þvottaaðstöðu.
Geymsla: Geymsla íbúðar er inn af sameignargangi í horni hússins.
Bílastæði: Sérmerkt bílastæði fylgir eigninni.
Hjólageymsla: Í horni hússins er rúmgóð hjóla og vagnageymsla.
* * * SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT FYRIR EIGNINA * * *Framkvæmdir og viðhald á undanförnum árum:Nánari upplýsingar veita:Aðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
773-3532 /
[email protected]Margrét Rós Einarsdóttir - Aðstoðamaður fasteignasala, í löggildingarnámi / s.
8565858 /
[email protected]* * * SMELLTU HÉR FYRIR FRÍTT VERÐMAT Á ÞÍNA FASTEIGN * * *Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.