Guðný og Kristín lögg.fasteignasalar og DOMUSNOVA kynna:
Fallega og bjarta 94,1 fm, 3ja herbergja endaíbúð á 3. hæð með sér inngangi af svölum.
Glæsilegt útsýni til austurs og norðurs. Dýrahald leyft í húsinu.
Eignin skiptist samkv. FMR, íbúð 87,3 fm og sérgeymsla á jarðhæð 6,8. samtals 94,1 fm.
Frábær staðsetning þar sem sundlaug, kaffihús, leikskóli og grunnskóli eru í næsta nágrenni.Nánari lýsing eignar:Komið er inn í
flísalagða forstofu með fataskáp.
Tvö rúmgóð svefnherbergi með innbyggðum fataskápum.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með innréttingu, upphengdu salerni og baðkari með sturtuaðstöðu.
Eldhús með góðri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél,helluborði gufugleypi og parket á gólfi. Eldhús er opið við stofu.
Stofa/borðstofa er rúmgóð með útgengi út á suðaustur svalir.
Mikið útsýni. Þvottahús með innréttingu. Flísar á gólfi.
Á öðrum gólfum er eikarparket.Á jarðhæð er 7,6 fm sérgeymsl auk hjóla- og vagnageymslu.Nánari upplýsingar veita:
Guðný Ösp Ragnarsdóttir löggiltur fasteignasali/s:665 8909/[email protected]Kristín Einarsdóttir löggiltur fasteignasali / s.894 3003 / [email protected]Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.