Aðalgata 22 , 550 Sauðárkrókur
Tilboð
Fjölbýli
7 herb.
417 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1930
Brunabótamat
124.470.000
Fasteignamat
61.550.000

Domusnova hefur fengið í einkasölu sögufrægt hús á Sauðárkróki, verslun Haraldar Júlíussonar sem stendur við Aðalgötu 22 ásamt geymslum sem eigninni fylgja. 

Versl­un­in hafði verið starfrækt á þessum stað  frá árinu 1919 í timb­ur­húsi á sama stað við Aðal­götu og nú­ver­andi hús er, sem reist var um 1930. Þar var einnig bens­ínsala og umboð fyr­ir BP, síðar Olís. Um tíma var Byggðasafn Skag­f­irðinga í sam­starfi við versl­un­ina, enda er hún merki­leg­ur minn­is­varði um horfna versl­un­ar­hætti. Ýmsir möguleikar eru á notkun lóðar og húsa sem verður í höndum nýs eiganda að vinna úr. Húsið er steinhús byggt 1930 og hýsti það bæði verslunina og íbúð á sömu hæð og verslunin var á auk hæðarinnar fyrir ofan auk geymslu í kjallara. Geymsluhúsnæði er á lóðinni sem er skráð rúmir 40fm og er það byggt 1949 auk þess er eldra geymslurými sem er byggt 1911 og er 106,1fm. Lóðin er stór eða um 845fm skv. skráningu HMS. Húsin eru komin til ára sinna og þarfnast viðhalds og endurbóta. Húsið má teljast hafa mikið varðveislugildi vegna merkilegrar sögu um verslun á Sauðárkróki. Um er að ræða tvö fasteignanúmer.

Nánari lýsing:
Verslunin er að mestu í einu rými en auk þess er kjallari undir henni og skrifstofuaðstaða á bakvið, þaðan er innangengt í íbúðina.
Íbúðin er að hluta á fyrstu hæð í suðurenda hússins og er þar eldhús og tvær stofur. Á efri hæð eru 5 svefnhverbergi og baðherbergi. Innréttingar eru gamlar og eru líklega að mestu óbreyttar um langa hríð. 
Geymsluhúsnæði er samtals um 148fm og stendur á lóðinni en er ekki áfast við húsið.
Lóðin er á góðum stað í bænum og möguleikar á uppbyggingu t.d. íbúða eða annarrar starfsemi á lóðinni en slíkt þarfnast leyfa sem liggja ekki fyrir.

Nánari upplýsingar veita:
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.