Kjartansgata 3 , 310 Borgarnes
89.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á pöllum
6 herb.
231 m2
89.000.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1960
Brunabótamat
99.050.000
Fasteignamat
64.050.000

Domusnova hefur fengið í einkasölu einbýlishús á einni hæð með bílskúr  í rólegri götu við sjávarsíðuna á Borgarnesi. Mögulegt er að skipta húsinu í þrjár leigueiningar, aðalíbúð, nýrri hluta og bílskúr. Húsið er á fallegum og eftirstóttum stað í Borgarnesi með góðum garði, stórum palli og bílskúr. Frábær fjölskyldueign eða skynsamleg útleigueign. Hiti er í gólfum í eldri hlutanum en ofnar í nýrri hlutanum.

Andyri er flísalagt með fatahengi. 
Eldhús er með nýlegri  innréttingu, span helluborð og ofn er í vinnuhæð. Bjart eldhús, flísar á gólfi. Hiti í gólfum.
Rúmgóð borðstofa er við eldhús. Frá henni er útgengt á pall með frábæru sjávarútsými. Þar er heitur pottur.
Stofa er með fljótandi ollíubornu eikarparketi. Gólfhiiti. 
Tvö svefnherbergi með skápum og parketi á gólfi og gólfhita.
Baðherbergi er flísalagt með með upphengdu salerni og baðkari með nuddstútum. Hiti í gólfi.
Þvottaherbergi er inn af baðherbergi. 
Hærri pallur:
Sérinnngangur. Gengið er upp tvær tröppur í þann hluta hússins sem er viðbygging sem byggð var seinna. 
Hol með viðarklæddu lofti. Forstofa er flísalögð með skápum. Geymsla er inn af henni.
Baðherbergi er með flísum gólfi, þar er sturtuklefi.
Arinstofa með parketi á gólfi.
Tvö svefnherbergi með parketi á gólfum.
Bílskúr er með endurnýjaðri hurð og gönguhurð. Framkvæmdir hafa verið við bílskúr sem er ólokið. M.a. flasningar og þakkantur og einangrun þaks. Kynding í skúrnum er affall frá íbúðarhúsinu sem tengist í ofn. 
Lóð: Fyrir framan hús er hellulagt bílastæði. Tröppur upp í aðalinngang og pallur við þær.  Fallegur garður í rækt er við húsið og innkeyrsla í bílskúr er til hliðar við húsið.

Eldri hluti hússins er staðsteypt með víkursteypu og klætt að utan með vírnetsklæðningu. Nýrri hluti húss er steyptur. Á húsinu eru tveir inngangar og auðvelt að nýta sem tvær eignir.  Byggingarár er skráð 1960 hjá Þjóðskrá en samþykkt teikning viðbyggingar er frá 1976. Frábært einbýlishús með bílskúr á einstökum stað í Borgarnesi. 

Smellið hér til að fá sent söluyfirlit

Nánari upplýsingar veita:
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.