Hverfisgata 85 , 101 Reykjavík (Miðbær)
64.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
68 m2
64.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2019
Brunabótamat
52.360.000
Fasteignamat
68.800.000

Domusnova og Ingunn Björg kynna vandaða og glæsilega tveggja herbergja endaíbúð á annari hæð með sérinngangi af svölum, ásamt bílastæði í bílakjallara í nýlegu lyftuhúsi við Hverfisgötu 85 í Reykjavík. Um er að ræða íbúð sem skráð er alls 68,6 m2 að stærð skv. fasteignaskrá HMS sem skiptist þannig að íbúð er skráð  57,3 m2 og geymsla 11,3 m2. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús og  stofu í opnu rými, svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Vestursvalir eru út frá eldhúsi. Sérlega góð eign í hjarta miðborgarinnar. Í næsta nágrenni er bókakaffihús, blómabúð, fjölbreyttir veitingastaðir, verslanir og þjónusta. Fjölbreytt mannlíf og menning setur svip sinn á miðborgina. 

Falleg yfirbyggð aðkoma er við aðalinngang í húsið. Skjólgóður inngarður og gönguleiðir eru hannaður af landslagsarkitekt hússins. Húsið er hluti af heildaruppbyggingu á hluta Baróns- og Laugavegsreit með nýjum göngustígum, uppgerðum eldri húsum auk nýbygginga. Hverfið liggur ákaflega vel við samgöngum og styður vel við bíllausan lífsstíl fyrir þá sem það kjósa.

Nánari upplýsingar veitir: Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / [email protected]

                       - EIGNIN GETUR VERIÐ LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ UNDIRRITUN KAUPSAMNINGS -


Lýsing eignar:
Forstofa: Flísalagt gólf, rúmgóður fataskápur.
Eldhús: Falleg og vönduð innrétting með eyju. Silestone steinn á borðplötum, innbyggð uppþvottavél, ísskápur með innbyggðum áfyllanlegum vatnstanki sem heldur vatninu ísköldu. Span helluborð í eyju, háfur. Gólfsíður gluggi, útgengt á vestursvalir. Harðparket á gólfi. 
Stofa: Í opnu rými með eldhúsi, rúmgóð og björt með gólfsíðum gluggum á tvo vegu, fallegur horngluggi. Harðparket á gólfi. 
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart með gólfsíðum glugga, stór og vandaður fataskápur með útdraganlegum skúffum, hillum og fataslám. Harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt gólf og veggir að hluta. Speglaskápur á vegg fyrir ofan vask, innrétting undir vaski, silestone steinn á borðplötu, sturta með hertu gleri, upphengt salerni. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. 
Svalir: Notalegar vestursvalir með útsýni til sjávar. 
Bílastæði: Vel staðsett bílastæði í bílakjallara. 
Geymsla: Vel staðsett 11,3 fm geymsla. Sameiginleg hjóla og vagnageymsla. 
Sameiginleg baklóð með grasi, gróðri og leiktækjum. 

Ath. Myndir í stofu og svefnherbergi eru tölvuteiknaðar til þess að sýna möguleikana sem rýmið hefur upp á að bjóða. Íbúðin er tóm í dag. 

Athygli er vakin á því að seljandi hafa ekki búið í eigninni og þekkir því ekki ástand hennar að öðru leyti en fram kemur í söluyfirlitinu. Framkvæmd hefur verið ástandsskoðun á eigninni sem kom vel út. 




Nánari upplýsingar veita:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.