Veghúsastígur 1 , 101 Reykjavík (Miðbær)
68.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
2 herb.
73 m2
68.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1935
Brunabótamat
39.000.000
Fasteignamat
60.500.000

Domusnova og Árni Helga fasteignasali hafa fengið í einkasölu mikið endurnýjaða 73,3 fm 2ja herbergja íbúð á 2.hæð í virðulegu steinhúsi á þessum eftirsótta stað í miðborginni. Íbúðin hefur verið endurnýjuð á vandaðan hátt, nýlegar innréttingar og gólfefni, raflagnir og ofnalagnir endurnýjaðar. 

Þegar inní íbúðina er komið verður fyrir forstofa og síðan alrými eldhúss og stofu sem er bjart og smekklega innréttað og málað. Til vinstri handar eru baðherbergi og svefnherbergi sem er með svölum til norðurs.

Eldhús og stofa eru í sameiginlegu rými sem er bjart og rúmgott. Sprautulökkuð nýleg innrétting, með granít á borðum og innfelldu helluborði er í eldhúsi, parket á gólfi.
Svefnherbergi er rúmgott, með góðum fataskáp, parket á gólfi og útgengt er á svalir með útsýni til norðurs.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og er þar falleg sprautulökkuð innrétting, upphengt salerni, og baðkar með sturtuaðstöðu, tengi er fyrir þvottavél og þurrkara.
Forstofa er parketlögð og þar er fataskápur.
Sérgeymsla er á baklóð og er hún upphituð með rafmagni.
Sameign lítur vel út og virðist nýlegt teppi á stiga. Húsið virðist í góðu ásigkomulagi að utan. Skolp og dren hafa verið endurnýjuð.

Þetta er falleg endurnýjuð eign sem hentar vel til útleigu eða sem fyrstu kaup. Smellið hér til að fá frekari upplýsingar og söluyfirlit.

Nánari upplýsingar veita:
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.