Jöfursbás 11C , 112 Reykjavík (Grafarvogur)
53.984.923 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
64 m2
53.984.923
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2021
Brunabótamat
38.900.000
Fasteignamat
53.250.000


Domusnova og Ingunn Björg kynna nýlega og fallega 4. herbergja 64,3 m2 íbúð á annari hæð með sérinngangi og svölum til suðurs í Jöfursbás 11 C í Gufunesinu í Reykjavík. Fallegt og bjart alrými með samliggjandi eldhúsi og stofu, þrjú svefnherbergi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara inn á baðherbergi en einnig er vel útbúið sameiginlegt þvottahús á jarðhæð. Sameiginlegur salur á jarðhæð sem íbúar geta leigt af húsfélaginu. Góð hjólageymsla. Glæsilegt útsýni er frá húsinu. 

- ATH AÐEINS FYRIR KAUPENDUR Á ALDRINUM 18-40 ÁRA. HLUTDEILDARLÁN EKKI Í BOÐI - HEIMILD ER FYRIR DÝRAHALDI - 
  • Um er að ræða íbúð byggða af Þorpinu Vistfélagi á sjávarlóð í Gufunesi í Reykjavík. 
  • Lyfta frá jarðhæð sem opnast á stigagang þaðan sem gengið er inn á svalagang að sér inngangi íbúðarinnar.
  • Svalir til suðurs en einnig svala gangur framan við innang til norðurs sem vísar í átt að fallegum skúlptúrgarði Hallsteins Sigurðssonar.
  • Upphitaðir göngustígar inni í porti á milli húsa.
  • Einstakt útsýni til sjávar og fjalla.
NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR INGUNN BJÖRG LÖGGILTUR FASTEIGNASALI Í SÍMA 856 3566 EÐA [email protected].

Nánari lýsing:
Forstofa með flísum á gólfi, fataskáp og fataslá.
Stofa/borðstofa með harðparketi á gólfi.  Útgengi á suðursvalir með fallegri sjávar og fjallasýn.
Eldhús er í opnu rými með stofu/borðstofu. Gott skápapláss. Harðparket á gólfi.
Svefnherbergi I er með góðum fataskápum og harðparket á gólfi.  
Svefnherbergi II er með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi III er með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi með upphengdu salerni, sturtuklefa og vaskaskáp. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara á baði. Dúkur á gólfi. ( Ath. spegill á baðherbergi fylgir ekki með, seljendur munu útvega annan spegil )
Í sameign er vinnuaðstaða/veislusalur, pósthús og þvottahús. 

Íbúðirnar hafa haft afnot af matjurtargarði sem Reykjavíkurborg lánar Jöfursbás 11. 


Íbúðirnar eru á sjávarlóð nyrst í Gufunesi. Frá lóðinni er glæsilegt útsýni að Viðey og Geldinganesi ásamt gönguleið yfir í Geldinganes. Í hverfinu og meðfram lóðinni verða göngu- og hjólastígar á borgarlandi meðfram ströndinni sem tengjast grónum íbúðasvæðum í Grafarvogi fyrir sunnan og ofan þessarar nýju byggðar. Megin stígar innan lóðar eru malbikaðir, við aðkomu og innganga eru stéttar hellulagðar. Lögð er áhersla á algilda hönnun þar sem aðgengi allra er tryggt. Gert er ráð fyrir trjágróðri við megin gönguleiðir og til rýmismyndunar við dvalarsvæði. Íbúðahúsin mynda garðrými fyrir skjólgott torg, leikvöll og grasfleti. Torgið er við aðalinngang hverfisins við sameiginleg rými íbúa. Leik- og dvalaraðstaða er norðan megin gegnt ströndinni. Tekið er tillit til sólarátta og byggð skipulögð þannig að garðrýmin eru í góðu skjóli fyrir veðri og vindum.Lögð er áhersla á sameiginlegan frágang allra garðrýma.

Deiliskipulag fyrir Gufunes, nýjasta hverfi Reykjavíkur, byggir á verðlaunatillögu hollensku arkitektastofunnar jvantspijker + Felixx sem árið 2016 hreppti fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um Gufunessvæðið. Í vinningstillögunni segir að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Tillagan nýtir óhefluð umhverfisgæði og staðaranda sem grunn að samfélagi þar sem tækifæri, hagkvæmni og upplifun verða í forgrunni.


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.