Funafold 15 , 112 Reykjavík (Grafarvogur)
139.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
7 herb.
225 m2
139.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1985
Brunabótamat
101.550.000
Fasteignamat
133.850.000


Domusnova fasteignasala og Ingunn kynnir í sölu fallegt og vel skipulagt 7 herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með skjólgóðri verönd sem snýr til suðvesturs ásamt rúmgóðum bílskúr innst í botnlanga við Funafold.  Birt stærð skv. fasteignaskrá HMS er 225,2 m2, þar af er 40 m2 bílskúr. Húsið er á tveimur hæðum. Á neðri hæð er forstofa, eldhús, stofa, sólskáli, barnaherbergi, gestasalerni og þvottahús. Frístandandi bílskúr er við inngang hússins með góðu geymslulofti. Á efri hæð er rúmgott sjónvarpsrými, hjónaherbergi, 3 barnaherbergi og baðherbergi. Aukin lofthæð er í herbergjum á efri hæð. Hér er um að ræða spennandi eign fyrir fjölskyldur á þessum vinsæla stað í Grafarvoginum. 

 
VINSAMLEGA BÓKIÐ SKOÐUN Á [email protected] eða í síma 8661110 eða
[email protected] eða í síma 856 3566. 


Nánari lýsing: 
1. hæð:
Forstofa: Flísalagt gólf, fataskápur. 
Eldhús:  Mjög rúmgott og bjart eldhús með gluggum á tvo vegu. Rúmgóð viðarinnrétting með hvítum hurðum, eyja með helluborði, háfur með útblæstri, ofn í vinnuhæð. Möguleiki á að opna á milli eldhúss og stofu. Útgegnt í sólskála. 
Stofa: Rúmgóð og björt. Parketflísar á gólfi, gólfsíður franskur gluggi með fallegum lista í kring með rósettum. Útgengt í sólskála. 
Sólskáli: Rúmgóður, flísar á gólfi. Útgegnt á stóra suðvestur verönd.  
Herbergi 1: Gluggar á tvo vegu. Fataskápur, parketflísar á gólfi.  Mögulegt að fjarlægja vegg og stækka með því stofu. 
Gestasnyrting: Flísar á gólfi. Innrétting með skápum og vaski, upphengt salerni. Gluggi með opnanlegu fagi.  Innfelld lýsing er á neðri hæð.
Þvottahús: Rúmgott þvottahús, stór innrétting, gluggi með opnanlegu fagi, flísar á gólfi. Hurð út á lóð. 
Verönd: Skjólsæl og sólrík, snýr til suðvesturs. 
Bílskúr: Frístandandi bílskúr með hita, vatni og 3ja fasa rafmagni. Sjálfvirkur hurðaopnari. Stórt geymsluloft fyrir ofan bílskúr. 
Gólfhiti er á neðri hæðinni  ásamt Innfellri lýsingu í stofu og eldhúsi. Stórt geymslurými / ris er fyrir ofan loft að hluta á efri hæðinni. Skriðkjallari undir öllu húsinu.

Timburstigi liggur upp á efri hæð.

Efri hæð: 

Sjónvarpshol: Rúmgott sjónvarpshol með harðparketi á gólfi. 
Hjónaherbergi: Harðparket á gólfi, rúmgóður fataskápur. Gengið út á suðursvalir sem nýlega hafa verið endurgerðar. 
Herbergi 2: Harðparket á gólfi, fataskápur. Stór Velux gluggi og hurð út á suðursvalir. 
Herbergi 3:  Harðparket á gólfi. 
Herbergi 4: Rúmgott harðparket á gólfi. 
Baðherbergi: Fín innrétting, sturtuklefi og baðkar, upphengt salerni, flísar á gólfi með gólfhita.
Óskráð geymsluloft yfir hluta 2. hæðar. 

Um er að ræða afar rúmgóða og vel staðsetta eign á eftirsóttum stað í Grafarvoginum. Öll helsta þjónusta er innan seilingar eins og grunn- og leikskóli, íþróttamiðstöð, sundlaug, matvörubúðir, og margt fleira. Einnig er stutt í fallegar hjóla- og gönguleiðir auk þess sem örstutt er í ósnortna náttúru allt í kring. Þetta er eign sem vert er að skoða.


Nánari upplýsingar veita:
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir löggiltur fasteignasali / s.856 3566 / [email protected]
Skrifstofa / s.527-1717 / [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.