Árni Helgason
Eigandi og Löggiltur Fasteignasali

Árni er með BA frá HÍ og MA frá University of Sussex. Hann hefur unnið erlendis á sviði fjármögnunar og samningagerða í fasteignaviðskiptum, lánastarfsemi og í tenglsum við fjármögnun á kolefnissparandi verkefnum og sölu á kolefniskvóta. Þar áður vann hann við sölu- og markaðsmál og stjórnun fyrirtækja á heildsölumarkaði, smásölumarkaði og iðnrekstri innanlands frá 1990.

Í tengslum við þessi störf hefur hann skipulagt minni og stærri viðburði í tengslum við fyrirtækin og hefur átt góð samskipti við ólíkt fólk í ólíku umhverfi. Árni er löggiltur fasteignasali.

Fasteignasalar Domusnova starfa á grundvelli löggildingar samkvæmt lögum um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015 sbr. lög 131/2015. Aðstoðarmenn fasteignasala starfa á grundvelli undanþáguákvæða sömu laga um starfsheimildir nemenda sbr. 8. gr. a. og ákvæða II og IV til bráðabirgða. Við sölu eigna skipta fasteignasalar og aðstoðamenn fasteignasala með sér verkum í samræmi við ákvæði laga. Aðstoðamenn fasteignasala aðstoða við úttekt eigna og gerð söluyfirlits, aðstoða við gerð kauptilboðs, sýna fasteign og aðstoða við gerð fjárhagslegs uppgjörs. Aðstoðamaður fasteignasala starfar á ábyrgð fasteignasala.