Sölu- og markaðsmál hafa verið í forgrunni á starfsferli Baldurs í þrjá áratugi. Áður en Baldur sneri sér alfarið að fasteignasölu starfaði hann við verkefnastjórn í fjármálum og upplýsingatækni og sölu- og rekstrarstjórn í framleiðslufyrirtæki.
Baldur er með diplóma í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og lauk löggildingarnámi fasteigna- og skipasala við EHÍ 2021.
Baldur er kvæntur Kópavogsbúi og á tvö börn. Íþróttir hafa spilað stórt hlutverk í lífi hans bæði sem knattspyrnumaður og þjálfari og þar liggur áhugasviðið fyrst og fremst auk þess sem að hann stundar golfíþróttina af kappi.