Haukur Halldórsson
lögmaður, fasteignasali

Haukur lauk lögfræðinámi á Háskólanum á Bifröst árið 2010 með viðkomu í Shanghai University, þar sem hann var skiptinemi. Hann starfaði sem lögmaður hjá Kontakt fyrirtækjaráðgjöf frá 2011 til 2013 og hjá Arctic lögmönnum til 2015. Þá hefur hann starfað við fasteignasölu frá 2012.

 

Haukur var stundakennari í lögfræði og fjármálum við Meistaraskólann (Iðnmeistaranám) frá 2005 til 2012. 

 

Fasteignasalar Domusnova starfa á grundvelli löggildingar samkvæmt lögum um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015 sbr. lög 131/2015. Aðstoðarmenn fasteignasala starfa á grundvelli undanþáguákvæða sömu laga um starfsheimildir nemenda sbr. 8. gr. a. og ákvæða II og IV til bráðabirgða. Við sölu eigna skipta fasteignasalar og aðstoðamenn fasteignasala með sér verkum í samræmi við ákvæði laga. Aðstoðamenn fasteignasala aðstoða við úttekt eigna og gerð söluyfirlits, aðstoða við gerð kauptilboðs, sýna fasteign og aðstoða við gerð fjárhagslegs uppgjörs. Aðstoðamaður fasteignasala starfar á ábyrgð fasteignasala.